Í gær var undirritaður samningur á milli ÍSTAKS og NCD í Nuuk um byggingu nýs skóla í Nuuk á Grænlandi. Við erum sérstaklega stolt og ánægð með að hafa landað þessu verkefni en við val á verktaka var tekið tillit til verðs, útfærslu og rekstrarkostnaðar. Samningurinn er upp á 615 MDKK og er því einn […]
Þann 24. september var nýtt verksmiðjuhús Algaennovation á Hellisheiði vígt að viðstöddu fjölmenni en Ístak sá um byggingu hússins. Um ræðuhöld sáu þeir Ohad Bahan stjórnarformaður Algaeennovation, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss og fleiri. Verksmiðjan er einstaklega vistvæn og skilur ekki eftir sig neitt kolefnisspor. Þar eru framleiddir örþörungar (Micro-Algae Production) sem seldir […]
Í dag var undirritaður samningur vegna Húss íslenskunnar. Undirritunin fór fram á verkstað og voru það þau Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKS sem undirrituðu samninginn. ÍSTAK hefur nú þegar hafið vinnu á svæðinu og undanfarnar vikur hefur vinna við grunninn verið í fullum gangi. Hús […]
Þann 3. maí sl. skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar. Samningurinn hljóðar upp á liðlega 2 milljarða og er þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Áætluð verklok eru 1. nóvember 2020. Vegarkaflinn sem um ræðir er 3.2 km langur og liggur á milli Krísuvíkurgatnamóta og kirkjugarðsins í Hafnarfirði. Hluti af verkinu er […]
Í október 2018 gekk Ístak frá marksamningi við Algaennovation, sem er Ísraelskt fyrirtæki, um byggingu á lítilli verksmiðju í nýjum jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Verksmiðjan mun framleiða smáþörunga (micro algae) með nýrri tækni og nýta sér heitt vatn og rafmagn frá Hellisheiðarvirkjun. Verksmiðjan er aðeins tæpir 600 m2, en ráðgert er að hún verði stækkuð […]
Ístaksleikarnir 2019 voru haldnir föstudaginn 15.mars s.l. í fyrsta sinn og fóru þeir fram í Vélsmiðjunni á Tungumelum. Markmiðið var að fá starfsmenn Ístaks til að eiga skemmtilegan dag saman í góðra vina hópi og etja kappi í margvíslegum þrautum. Skráning fór fram úr björtustu vonum og voru 14 lið skráð til leiks og um […]
Ístak leggur mikið upp úr því að fá til sín iðnnema og sér mikinn hag í því að taka sem flesta iðnnema á samning, enda mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið og íslenskt samfélag að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn. Ístak hefur tekið við nemum í vélvirkjun, járnsmíði, rafvirkjun, múraraiðn og meira að segja námusvein frá […]
Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM/VDC þróunarstjóri hjá Ístaki, þreytti á dögunum próf í Danmörku sem veitir henni réttindi sem „Autodesk Certified Professional in Revit Architecture“. Þetta þýðir að Ingibjörg er nú með vottaða yfirgripsmikla sérþekkingu á Revit hugbúnaðinum, en það er BIM-studdur hugbúnaður (BIM stendur fyrir Building Information Modeling) sem notaður er til að búa til […]
Eftir talsverðan undirbúning og tilraunir til að halda íslenskunámskeið fyrir stóran hóp, tókst fyrir áramót að halda íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn. Takamarkaður fjöldi komst að í þetta fyrsta skipti og tóku 14 manns þátt. Námskeið var þeim að kostnaðarlausu og óhætt er að segja að þetta hafi mælst vel fyrir hjá þátttakendum. Námskeiðið var haldið […]
Í nóvember 2018 hóf Ístak undirbúning við byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ en samningurinn var undirritaður um miðjan október. Verkkaupi er Brunavarnir Suðurnesja og kemur nýja slökkvistöðin til með að leysa þá gömlu af hólmi en nokkuð lengi hefur verið beðið eftir henni. Slökkvistöðin er staðsett við Reykjanesbrautina og kemur til með að þjónusta Reykjanesbæ, […]