Samið um breikkun Reykjanesbrautar

Samið um breikkun Reykjanesbrautar

image_pdfimage_print

For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Þann 3. maí sl. skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar. Samningurinn hljóðar upp á liðlega 2 milljarða og er þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.  Áætluð verklok eru 1. nóvember 2020.

Vegarkaflinn sem um ræðir er 3.2 km langur og liggur á milli Krísuvíkurgatnamóta og kirkjugarðsins í Hafnarfirði. Hluti af verkinu er breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut ásamt gerð umtalsverðra hljóðvarna. Þetta er því bæði stórt og fjölbreytt verkefni sem þegar er komið í gang með uppsetningu vinnubúða og öðrum undirbúningi.

Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni við undirritun samningsins á föstudaginn. MYND: Vegagerðin

 

Reykjanesbrautin eins og hún mun koma til með að líta út. TEIKNING: Vegagerðin